það var bara í gær þegar ég vaknaði við fallegu bleiku bjúguna.
Hún lá þarna sakleysilega og starði beint í augun mín.
Ég blikkaði hana.
Ég dáðist að áferðinni, fallega rauðbleika litnum og voldugu ummáli.
Hún horfði tilbaka.
Við vorum að tala sama tungumálið.
Ég vildi hana og hún var tilbúin að gefa mér sig.
Ég kom mér þægilega fyrir,
nuddaði saman höndunum og hugsaði með mér alla möguleikana sem bleika bjúgan bauð upp á;
" hvernig ætli sé best að byrja?" hugsaði ég með mér og hugsaði mér gott til glóðarinnar...
ég tók í bjúguna og virti hana fyrir mér.....
ég færði mig nær henni og sleikti á mér varirnar....
ég tók stóran bita....
vá hvað ég sakna...............
.................chorizo......................
(dirty minded people)
ég át þessa fallegu mexíkönsku pulsu í öll mál, það var ekki matur ef chorizo var ekki með...
en nú er ég komin heim og það er bara til mygluð kalkúnakskinka inn í ísskáp þannig að núðlusúpa verður að nægja.....
kartísk vélhyggja í samband með stóískum pælingum hefur þrumað rassinum mínum og haus niður í veruleikann og nú taka við próf... næstu tvær helgar eru bara próf....og aftur próf..
ég fékk 9 fyrir ritgerð í dag, hæsta einkunn sem ég hef fengið í þessari ágætis menntastofnuna, það er bara svoleiðis. Hvort að ég sé á hraðri uppleið og líkleg til dúx er ekki svo...
Ég held að ég sé ein af þessum "skemmtilegu" nemendum, ég er ekki með hæstu einkunnirnar og mun eflaust aldrei vera með en ég get verið legally blonde gellan með þrusu gott CV sem státar sig af hinu og þessu aktivití.....yebbs, held ég sé ein af þeim.
Ræðuliðið, er það málið?
Ekki nóg með að vera nýkomin úr -ohþúertsvosæt-ferð þá kem ég heim í -ohþúertsvoklár-símtal, ég virðist vera heit þessa dagana (þó ekki nema sé á milli tveggja aðla).
Ég gældi við hugmyndina um ræðuliðsþáttöku en held ég segi pass.
Ég er búin að týna tölfræðibókinni minni og það eru 7 vikur í próf...kalt mat, ég ætti kannski ekki að bjóða mig fram í neitt fleira.
Fjölskyldan mín vill selja mig til Köben, reyndar gefa mig og fallegi strákurinn fær sjónvarp með innbyggðu dvd spilara með. í gær spurði Særún frænka hvort eg hefði nokkuð klúðrar samtölununum við fallega strákinn með of mikilli hreinskilni...
eftir að hafa velst um í alla nótt og ekkert sofið útaf því ég fór að analyza allt sem sagt var ákvað ég bara að senda honum skeyti með afsökunarbeiðni; kannski var ég stundum oggiponsi smá hreinskilin.....
jólagjöfin í ár virðist því vera ég til fallega stráksins frá allri fjölskyldunni minni, þau eru meira að segja farin að skoða framhaldsnám fyrir mig.....
á ég að taka þetta persónulega?
elsan mín átti að eiga í gær og ég hef ekkert heyrt í henni í dag þannig að ég sendi henni bara rembingskveðjur...hi hi hi ýta ýta ýta hi hi hi.......
ég gæti samt hafa hrætt fallega strakinn frá þar sem ég talaði bara um:
*jólin
*brúðkaup
*fjölskylduna mína
*vinkonurnar
*brúðkaup
*afmælið mitt
og mat.......
umræðuefni sem strákar eru sjúkir í; eða er það ekki?
með jákvæðu hugarfari sný ég mér að bókunum!!
tjátjá bella
siggadögg
-sem segir það sem henni býr í brjósti-
fimmtudagur, október 20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
mmm... bleik bjúga... sjúkíða! ash
hreinskilni er yndisleg ástin mín.... en umræðu efnið þitt byggist á myndini how to loose a guy in 10 days/ sem betur fer veit ég að fallegi strákurinn þinn er ekki svo hégómafullur að honum finnist þetta off. Mér myndi finnast þetta einstaklega áhugavert umræðu efni sérstaklega þá matur( enda get ég etið nógu andskoti mikið af honum)
þú ert bestasta manneskja í öllum heiminum og líka geiminum
love you sæta stelpa
knús Jóna Dögg
sigga min eg skrapp natturlega ut i target adan buin ad kaupa 2 afmaelisgjafir handa ter
eg er buin ad liggja ur hlatri herna eg for ad skoda baekurnar i target sja svona hvad er nytt
tad er komin bok ut sem ad heitir
your cat's just not that into you
A EG AD KAUPA HANA EDA HVAD?
HEY!!
IF I HAD A CAT HE WOULD BE INTO ME!!
but I see your point...hmmm....
ohhh hvað ég hlakka að eiga afmæli :)
Skrifa ummæli